Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

482. fundur 16. september 2019 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir mál sem verið hefur í vinnslu hjá sveitarfélaginu og tengist óleyfisframkvæmd í landi Unalækjar og kynntu stöðuna.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.

Einnig gerðu þeir grein fyrir heimsókn bæjar- og fjármálastjóra frá Borgarbyggð, Skagafirði og Norðurþingi, sem komu á samráðsfund þessara sveitarfélaga sem haldinn var á Egilsstöðum að þessu sinni.

Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum í tengslum við fjárhagsáætlanagerð fyrir næstu ár.

Að lokum gerði Stefán Bogi Sveinsson grein fyrir verkefni sem ber heitið Miðstöð fræða og sögu, sem verið hefur í mótun á þessu ári og verður frekar fjallað um á vegum atvinnu- og menningarnefndar á næstunni.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Guðlaugur kynnti stöðuna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og fór yfir þann ramma sem unnið var með sl. vor. Einnig ræddi hann svigrúm til fjárfestinga á næsta ári og fór yfir helstu verkefni sem þar hafa verið inni í þriggja ára áætlun.

3.Fundargerð 873. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201909042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909066Vakta málsnúmer

Fram kom að fulltrúar þurfa sjálfir að skrá sig á ráðstefnuna og velja þá fyrirlestra sem hver um sig ætlar að sitja.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.Minningardagur Sameinuðu Þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fjölmiðlun í fjórðungnum

Málsnúmer 201905180Vakta málsnúmer

Björn fór yfir fund sem fulltrúar sveitarfélagsins áttu með Sverri Albertssyni og Gunnari Gunnarssyni frá útgáfufélagi Austurgluggans. Þar var m.a. rætt um miðlun frétta úr fjórðungnum og rekstur slíkra miðla.

7.Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Málsnúmer 201909013Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að umsögn og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að senda hana inn.
Sveinn Sveinsson frá Vegagerðinni mætti til fundar með bæjarráði kl. 10:00.

Fundi slitið.