Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

485. fundur 14. október 2019 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Anna Alexandersdóttir var í símasambandi við fundinn og sat hann þannig.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.

Fjármálastjóri greindi frá því að Eva Björk Harðardóttir k.t. 030983-3869 hefur verið ráðin í stöðu gjaldkera á fjármálasviði Fljótsdalshérað. Bæjarráð samþykkir heimild til hennar að annast greiðslur reikninga, launa og annarra skuldbindinga í umboði bæjarstjóra og fjármálastjóra.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Guðlaugur fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020, eins og þau líta út í dag, en þar vantar enn inn lokatölur td. frá fræðslunefnd. Einnig var farið yfir tekjuspána og ýmsar forsendur hennar.
Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri kom einnig inn á fundinn og fór yfir áætlun fyrir málaflokk 21 og helstu breytingar þar. Einnig kynnti hann nokkra liði sem ekki hafa verið inni í rammanum, en liggur fyrir að þarf að huga að.
Áætlunin er áfram í vinnslu.

3.Kjörskrá sameiningarkosninga

Málsnúmer 201910050

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrárstofn vegna sameiningarkosninga 26. október nk.
Undirritað eintak mun liggja frammi á bæjarskrifstofunni frá og með deginum í dag fram að kjördegi.

4.Fundargerð SvAust 9. október

Málsnúmer 201910080

Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Landsbyggðin lif 2019

Málsnúmer 201910056

Lagt fram til kynningar.

6.Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909124

Bæjarráð samþykkir að beina því til fræðslunefndar að fulltrúi frá nefndinni sæki skólaþingið sé þess kostur. Fram kom að Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjastjórnar mun sitja skólaþingið og flytja þar erindi. Einnig verða tveir fulltrúar frá ungmennaráði Fljótsdalshéraðs á skólaþinginu.

7.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018

Málsnúmer 201910034

Bæjarráð samþykkir að Davíð Þór Sigurðarson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Stefán Bogi Sveinsson.

8.Af rekstrarframlagi til náttúrustofa

Málsnúmer 201910012

Bæjarstjóri kynnti svar Náttúrustofu Austurlands vegna fyrirspurnar hans um fyrirhugaðar breytingar á framlögum ríkisins til stofnunarinnar.
Fram kom að líkur eru taldar á því að framlagið muni haldast óbreytt á komandi ári, en frekari upplýsingar munu liggja fyrir að loknum fyrirhuguðum fundi forstöðumanna náttúrustofa á landinu með fulltrúum ráðuneytisins.

9.Tilnefning í svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar

Málsnúmer 201910076

Bæjarráð tilnefnir sömu fulltrúar áfram og tilnefndir voru á síðasta ári og felur bæjarstjóra að hafa samráð við Fljótsdalshrepp um tilnefningu fulltrúa þeirra.
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs eru:
Eyrún Arnardóttir og Sigrún Blöndal aðalmenn og Ívar Karl Hafliðason og Björg Björnsdóttir til vara.

10.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Fyrir liggur niðurstaða byggingarnefndar leikskólans Hádegishöfða um staðarval fyrir nýjan leikskóla í Fellabæ. Nefndin mælir með valkosti B sem er svæði í eigu sveitarfélagsins á milli Fellaskóla og íþróttahússins í Fellabæ.
Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla á svæðinu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Fjöleignarhúsanefnd um fjöleignarhúsalög

Málsnúmer 201910078

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.

Málsnúmer 201909140

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

Málsnúmer 201910072

Frestað

14.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Málsnúmer 201910074

Frestað.

15.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál

Málsnúmer 201910075

Frestað.

16.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál

Málsnúmer 201910081

Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.