Af rekstrarframlagi til náttúrustofa

Málsnúmer 201910012

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Tekið fyrir erindi frá Krístínu Ágústsdóttur fh. Náttúrustofu Austurlands, þar sem fram kemur að boðuð er lækkun á framlagi ríkisins til rekstrar Náttúrustofunnar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvaða ástæður liggja að baki þeirri ráðstöfun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 485. fundur - 14.10.2019

Bæjarstjóri kynnti svar Náttúrustofu Austurlands vegna fyrirspurnar hans um fyrirhugaðar breytingar á framlögum ríkisins til stofnunarinnar.
Fram kom að líkur eru taldar á því að framlagið muni haldast óbreytt á komandi ári, en frekari upplýsingar munu liggja fyrir að loknum fyrirhuguðum fundi forstöðumanna náttúrustofa á landinu með fulltrúum ráðuneytisins.