Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

481. fundur 09. september 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.
Einnig var lítillega farið yfir þá fjárlagaliði sem snerta sveitarfélagið og koma fram í ný framlögðum fjárlögum ríkisins.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Guðlaugur fór yfir vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og dagsetningar á afgreiðslu nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar á sínum tillögum.
Nefndir og B-hlutafyrirtæki þurfa að klára afgreiðslu sína í síðasta lagi 24. október.
Miðað er við að bæjarráð afgreiði áætlunina 28. október til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.2. fundargerð stjórnar Brunavarna á héraði 2019

Málsnúmer 201909001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Samtök orkusveitarfélaga fundargerð 37. fundar stjórnar.

Málsnúmer 201909009Vakta málsnúmer

Stefán Bogi Sveinsson sagði frá gangi mála hjá samtökunum og einnig hvaða verkefni eru fram undan hjá þeim.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

5.266. fundur stjórnar HEF ehf.

Málsnúmer 201909019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

8.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

Málsnúmer 201909002Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

9.Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Málsnúmer 201909013Vakta málsnúmer

Farið yfir tillöguna.
Bæjarstjóra falið að taka saman drög að umsögn um hana og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

10.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Boga Sveinssyni að kanna hjá Sambandinu, hvort til er fyrirmynd að reglum um opna fundi fastanefnda sveitarfélaga.
Málið að öðru leyti í vinnslu.

11.Samráðsgátt - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019

Málsnúmer 201908068Vakta málsnúmer

Bæjarráð fagnar því að fyrir liggi stefna í málefnum sveitarfélaga sem hefur vantað til þessa.
Þó er bent á að varlega ber að stíga til jarðar varðandi flutning á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga og slíkt verði ekki gert nema fjármagn til verkefnanna verði fyrir fram að fullu tryggt.
Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að markvisst verði unnið að því að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga og þeim fjölgað. Má þar benda á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og að fækka þarf undanþágum frá greiðslu fasteignagjalda til dæmis hvað varðar virkjanamannvirki.

Fundi slitið - kl. 10:00.