Samráðsgátt - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019

Málsnúmer 201908068

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 478. fundur - 19.08.2019

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019. Umsagnarfrestur er til 10. september.
Farið yfir nokkra liði áætlunarinnar og stefnt að því að skila umsögn eftir fund bæjarráðs 2. sept. nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 480. fundur - 02.09.2019

Bæjarráð hyggst gera umsögn um tillöguna og leggja hana fram á næsta fundi þess 9. september. Málið verður einnig tekið fyrir á aukalandsþingi Sambands Ísl. sveitarfélaga sem haldið verður nk. föstudag.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 481. fundur - 09.09.2019

Bæjarráð fagnar því að fyrir liggi stefna í málefnum sveitarfélaga sem hefur vantað til þessa.
Þó er bent á að varlega ber að stíga til jarðar varðandi flutning á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga og slíkt verði ekki gert nema fjármagn til verkefnanna verði fyrir fram að fullu tryggt.
Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að markvisst verði unnið að því að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga og þeim fjölgað. Má þar benda á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og að fækka þarf undanþágum frá greiðslu fasteignagjalda til dæmis hvað varðar virkjanamannvirki.