Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

278. fundur 10. september 2019 kl. 16:00 - 18:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir mætti á fundinn undir liðum 1-4. Grunnskólastjórarnir Anna Birna Einarsdóttir og Sigríður Stella Guðbrandsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-3 og Ruth Magnúsdóttir auk þess undir lið 4.

1.Upphaf skólastarfs í grunnskólum Fljótsdalshéraði 2019-2020

Málsnúmer 201909023

Grunnskólastjórar fóru stuttlega yfir hvernig skólastarfið hefur í farið af stað í upphafi skólaárs og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

Lagt fram til kynningar.

2.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022

Óvanalega mörg börn eru í Frístund í vetur, bæði í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Ruth, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kallaði eftir niðurstöðum í þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi stefnumótun, skipulag og húsnæðismál Frístundar. Hún telur mikilvægt að horft verði á frístundastarfið á heilsársgrunni.

Fræðslunefnd tekur undir að mikilvægt sé að frístundastarfið fái þann sess og það vægi sem því ber, m.a. með því að starfsemin heyri undir íþrótta- og tómstundanefnd, og horft verði á hana á heilsársgrunni. Nefndin hvetur til að starfshópur sá sem fjallar um frístundastarfið skili niðurstöðu sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áskorun um pólskukennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201906007

Lagt fram til kynningar erindi frá sendiherra Póllands á Íslandi.

Fram kom í umræðum að fjarkennsla í pólsku fyrir elstu nemendur sem hefur verið í boði undanfarin ár er ekki í boði lengur. Fræðslunefnd óskar eftir skýringum á hvers vegna þessi þjónusta fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni hefur fallið niður.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu vinnunnar við bætta þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201909021

Skólastjóri Egilsstaðaskóla fór m.a. yfir stuðningsþörf, en ljóst er að sú þörf er meiri en hægt var að sjá fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Lagt fram til kynningar.

5.Rannsóknarleyfi

Málsnúmer 201909020

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar rannsóknar með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.