Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir mætti á fundinn undir liðum 1-4. Grunnskólastjórarnir Anna Birna Einarsdóttir og Sigríður Stella Guðbrandsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-3 og Ruth Magnúsdóttir auk þess undir lið 4.
1.Upphaf skólastarfs í grunnskólum Fljótsdalshéraði 2019-2020
Óvanalega mörg börn eru í Frístund í vetur, bæði í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Ruth, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kallaði eftir niðurstöðum í þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi stefnumótun, skipulag og húsnæðismál Frístundar. Hún telur mikilvægt að horft verði á frístundastarfið á heilsársgrunni.
Fræðslunefnd tekur undir að mikilvægt sé að frístundastarfið fái þann sess og það vægi sem því ber, m.a. með því að starfsemin heyri undir íþrótta- og tómstundanefnd, og horft verði á hana á heilsársgrunni. Nefndin hvetur til að starfshópur sá sem fjallar um frístundastarfið skili niðurstöðu sem fyrst.
Lagt fram til kynningar erindi frá sendiherra Póllands á Íslandi.
Fram kom í umræðum að fjarkennsla í pólsku fyrir elstu nemendur sem hefur verið í boði undanfarin ár er ekki í boði lengur. Fræðslunefnd óskar eftir skýringum á hvers vegna þessi þjónusta fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni hefur fallið niður.
Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu vinnunnar við bætta þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna.