Borist hefur tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi umsókn Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá september á síðasta ári, um fjölgun rýma í dagdvöl aldraðra. Í tölvupóstinum kemur fram að óski félagsþjónusta enn eftir fjölgun rýma beri henni að beina erindi sínu til Sjúkratrygginga Íslands sem tekið hafa við málefnum dagdvalarrýma fyrir aldraða. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að fylgja umsókninni eftir hjá SÍ.
Fyrir nefndinni liggja breytingatillögur á gjaldskrá og reglum varðandi daggæslu í heimahúsum á Fljótsdalshéraði. Félagsmálastjóra er falið að uppfæra reglur og gjaldskrá skv. fyrirliggjandi gögnum. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar samhljóða.