Íþrótta- og tómstundanefnd

60. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:00 - 09:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Sigurður Gunnarsson tók þátt í fundinum í gegn um síma, en Jónína Brynjólfsdóttir stýrði fundi.

1.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022

Fyrir liggur skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði ásamt fundargerð síðasta fundar hópsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar hópnum fyrir vel unna skýrslu og fagnar því að hún sé rædd. Nefndin telur mikilvægt að skoðað sé að frístundastarf sé á heilsársgrundvelli til að tryggja að faglega sé unnið að málaflokknum.

Þá hvetur nefndin bæjarstjórn til þess að skoða sérstaklega möguleika á Sumarfrístund 2020 á meðan unnið er áfram með tillögur hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins og bókun ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs um að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindi ungmennaráðs og telur sjálfsagt að yfirfara reglur um tómstundaframlag fyrir árið 2020 með bókun ugmennaráðs í huga.

Málið tekið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

3.Snjómokstur og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum

Málsnúmer 201905107

Fyrir liggja umræður um skipulag snjómoksturs og snjóhreinsunar á gangstéttum og göngustígum.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að upplýsingar um snjómokstur á gönguleiðum, samkvæmt viðbragðsáætlun sem hægt er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, séu gerðar aðgengilegar íbúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerðir starfshóps um íþrótta- og menningarmál

Málsnúmer 202002096

Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfshóps um íþrótta- og tómstundamál.

Fundi slitið - kl. 09:00.