Eftirtaldir bæjarfulltrúar sátu kynningu á árreikningi 2019 undir fundi bæjarráðs, en öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að sitja kynningu endurskoðanda á ársreikningnum sem hófst kl. 14:00:
Björg Björnsdóttir, Hannes Hilmarsson, Gunnar Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.
Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019. Einnig bætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri við upplýsingum og skýringum. Jafnframt var lagt fram ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í árslok 2019.
Endurskoðandi og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðendaskýrslu fyrir árið 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda ársreikninginn til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.
Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, Anna Alaxandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótadalshéraðs 2019, ásamt fylgigögnum, til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Fyrir lá ábyrðar- og skuldbindingayfirlit Fljótsdalshéraðs í árslok 2019 sem bæjarráð staðfesti og einnig er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til að haldinn verði borgarafundur til kynningar á ársreikningum fimmtudaginn 19. mars kl. 17:00. og til vara mánudaginn 23. mars.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Einnig tók Gunnar Jónsson til máls um ársreikninginn.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu 4.801 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 4.312 millj. kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 3.858 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2019 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 3.716 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 286 millj. og þar af 172 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 388 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 293 millj. í A hluta. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 254 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 131 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 657 millj. kr., þar af 424 millj. kr. í A hluta. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 773 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 489 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 363 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 266 millj. í A hluta. Lántökur námu 200 millj. kr á árinu 2019, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 530 millj. kr. á árinu 2019. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 9.368 millj. kr. í árslok 2019 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.927 millj. kr. í árslok 2019.
Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.049 millj. kr. í árslok 2019 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.026 millj. kr.
Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 4. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag. Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í árslok 2019.
Björg Björnsdóttir, Hannes Hilmarsson, Gunnar Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.
Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019. Einnig bætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri við upplýsingum og skýringum.
Jafnframt var lagt fram ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í árslok 2019.
Endurskoðandi og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðendaskýrslu fyrir árið 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda ársreikninginn til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.