Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

504. fundur 04. mars 2020 kl. 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Ársreikningur 2019

Málsnúmer 202002115Vakta málsnúmer

Eftirtaldir bæjarfulltrúar sátu kynningu á árreikningi 2019 undir fundi bæjarráðs, en öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að sitja kynningu endurskoðanda á ársreikningnum sem hófst kl. 14:00:

Björg Björnsdóttir, Hannes Hilmarsson, Gunnar Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.

Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019. Einnig bætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri við upplýsingum og skýringum.
Jafnframt var lagt fram ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í árslok 2019.

Endurskoðandi og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðendaskýrslu fyrir árið 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda ársreikninginn til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.

Fundi slitið.