Beiðni um svör vegna mála hjá skipulags- og umhverfissviði

Málsnúmer 201911081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491. fundur - 25.11.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara yfir málið og taka saman svör við fyrirspurnum bréfritara, sem verða svo lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 505. fundur - 09.03.2020

Björn lagði fram drög að svörum við fram komnum fyrirspurnum. Bæjarstjóra falið að ganga frá svörum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 507. fundur - 23.03.2020

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara yfir málið og vinna frekari svör við fyrirspurnum.