Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

507. fundur 23. mars 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Fulltrúar Vegagerðarinnar komu inn á fundinn kl. 10:00 til að ræða Fjarðarheiðargöng.
Var sá fundur haldinn í gegn um fjarfundarbúnað.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynntu stöðu þeirra fyrir bæjarráði.
Lögð var fram skýrsla sem gerð var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.
Bæjarráð fagnar því að Fljótsdalshérað var annað af tveimur sveitarfélögum á Íslandi sem fjallað var um sem aðlaðandi búsetukostur í dreifbýli á Íslandi.
Skýrslan verður gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Stjórn SvAust, fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002075

Lagt fram til kynningar.

4.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096

Farið yfir minnisblað frá Sambandinu varðandi aðgerðir til viðspyrnu fyrir Íslenskt atvinnulíf að hálfu sveitarfélaga.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða þessar ábendingar frekar og leggja minnisblað fyrir næsta bæjarráðsfund.
Með vísan til afgreiðslu bæjarstjórnar á máli nr. 202003045, afleiðingar og aðgerðir vegna Covid 19 og að skoðaðar verði leiðir til aukinnar atvinnusköpunar fyrir ungt fólk í sumar, er því máli jafnframt vísað til þessarar vinnu.

5.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Málsnúmer 202003091

Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar og fastanefnda Fljótsdalshéraðs meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að til að tryggja starfhæfi bæjarstjórnar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Fljótsdalshéraðs, að notaður verði fjarfundarbúnaður á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Fljótsdalshéraðs og að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum bæjarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, húsnæðismál

Málsnúmer 202001041

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslunefndar til frekari umfjöllunar, ásamt þeim gögnum sem því tengjast.

7.Beiðni um svör vegna mála hjá skipulags- og umhverfissviði

Málsnúmer 201911081

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara yfir málið og vinna frekari svör við fyrirspurnum.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 202003095

Erindinu vísað til starfsmanna atvinnu- og menningarnefndar og íþrótta og tómstundanefndar til frekari skoðunar.

9.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Lagt fram til kynningar.

10.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga

Málsnúmer 201812126

Bæjarráð bendir á að drögin eru nú að finna í samráðsgáttinni og hvetur alla til að kynna sér málið og senda inn ábendingar ef þurfa þykir.

11.Erindi frá skólastjórnendum til bæjarfulltrúa

Málsnúmer 202003028

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til samninganefndar sveitarfélaga til frekari skoðunar og bæjarstjóra falið að koma því á framfæri við nefndina.

12.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun og lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

Málsnúmer 202003103

Lögð er fram umsögn sem bæjarstjóri sendi inn í samráðsgáttina sl. föstudag um frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun og lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.
Bæjarráð staðfestir framlagða umsögn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 10:00.