Farið yfir fyrstu hugmyndir að útfærslu á mögulegri viðbyggingu við grunnskólann á Egilsstöðum fyrir tónlistarskóla og frístund, en þær hugmyndir hafa verið í umræðu og skoðun síðasta ár. Bæjarráð samþykkir að boða til umræðufundar um þá hugmynd sem liggur fyrir. Á þann fund verði boðaðir fulltrúar í fræðslunefnd, fulltrúar starfshóps um húsnæðismál Egilsstaðaskóla og tónlistarskóla, bæjarráð og þeir starfsmenn sem komið hafa að undirbúningi. Bæjarstóra falið að finna fundartíma og fundarstað.
Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum lýsti afstöðu sinni fyrir hönd skólans, en það er mat hennar að tillagan svari þörfum skólans. Jafnframt sé um að ræða fallega byggingu sem fellur vel að nánasta umhverfi.
Með tillögunni er stigið mikilvægt skref til að tryggja framtíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum, sem auk þess að leysa með varanlegum hætti húsnæðisþörf tónlistarskólans tekur á húsnæðisvanda frístunda- og félagsmiðstöðvarstarfs á Egilsstöðum. Með flutningi tónlistarskólans losnar um húsnæði í Egilsstaðaskóla sem hefur þörf fyrir að geta notað það húsnæði sem tónlistarskólinn ræður yfir nú.
Fræðslunefnd hvetur nýja sveitarstjórn til að setja þessa framkvæmd inn í langtímaáætlun nýs sveitarfélags og vinna að framgangi þess.
Fyrir liggur tillaga að húsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum og frístundahúsnæði við Egilsstaðaskóla.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir með fræðslunefnd og hvetur nýja sveitarstjórn til að setja þessa framkvæmd inn í langtímaáætlun nýs sveitarfélags og vinna að framgangi þess.
Bæjarráð samþykkir að boða til umræðufundar um þá hugmynd sem liggur fyrir. Á þann fund verði boðaðir fulltrúar í fræðslunefnd, fulltrúar starfshóps um húsnæðismál Egilsstaðaskóla og tónlistarskóla, bæjarráð og þeir starfsmenn sem komið hafa að undirbúningi.
Bæjarstóra falið að finna fundartíma og fundarstað.