Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

89. fundur 07. maí 2020 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Sveinn Björnsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Framtíðar skautasvell

Málsnúmer 202005018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell.

Ungmennaráð tekur undir erindið og leggur til að sem fyrst verði útbúið framtíðar skautasvell við Samfélagssmiðjuna, þar sem hægt yrði að nýta svæðið á sumrin fyrir hjólabrettarampa og annað slíkt. Vísað er í mál nr.201610093, þar sem lagt er til að góð aðstaða verði fundin fyrir reiðhjólafólk og hjólabrettaiðkendur.

Samþykkt samhljóða.

2.Ungmennaþing

Málsnúmer 201910031Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til að í ljósi aðstæðna verði ekki haldið ungmennaþing í ár, frekar verði haldið veglegt ungmennaþing 2021.

Samþykkt samhljóða.

3.Miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 200812035Vakta málsnúmer

Inn á fjarfund ráðsins undir þessum lið kom Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, og svaraði spurningum og vangaveltum ungmennaráðsmeðlima.

Ráðið þakkar bæjarstjóra fyrir greinargóð svör og skýringar.

Samþykkt samhljóða.

4.Sumarstörf 2020

Málsnúmer 202004164Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um sumarstörf á Fljótsdalshéraði 2020.

5.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, húsnæðismál

Málsnúmer 202001041Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir til kynningar upplýsingar um hugmyndir að nýju húsnæði fyrir tónlistarskóla og frístundahúsnæði á Egilsstöðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.