Fram kom að Fljótsdalshérað á rétt á þremur fulltrúum, auk bæjarstjóra. Þingið er fyrirhugað 26. mars nk. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að panta flug fyrir fulltrúana og tilkynna skráningu.
Björn fór yfir fund sem hann og hitaveitustjóri áttu með fulltrúa Fjarskiptasjóðs í síðustu viku, þar sem farið var yfir ljósleiðaraverkefnið í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Málið er í vinnslu.
Rætt um að upplýst verði um þau ofanflóð sem vitað er um að orðið hafa á Fljótsdalshéraði og að upplýsingum um þau verði komið á framfæri við Almannavarnanefnd í tengslum við vinnslu áhættumats og eftir atvikum við ráðherra í samræmi við gildandi lagaákvæði.
Bæjarráð leggur til að málið fari til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari skoðunar og afgreiðslu.
6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Við útsendingu fundarboðs hafði fallið niður liður nr. 5 á dagskránni og sáu bæjarráðsmenn því ekki meðfylgjandi gögn. Málið nokkuð rætt, en síðan samþykkt að vísa því til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.