Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

498. fundur 27. janúar 2020 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Gunnar Jónsson stjórnaði fundi. Stefán Bogi Sveinsson var í símasambandi við fundinn.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur rekstrartengd mál með bæjarfulltrúum. M.a. var rætt um stöðu kjarasamninga og fl.

2.Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202001108

Fram kom að Fljótsdalshérað á rétt á þremur fulltrúum, auk bæjarstjóra. Þingið er fyrirhugað 26. mars nk.
Bæjarstjóra og bæjarritara falið að panta flug fyrir fulltrúana og tilkynna skráningu.

3.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008

Björn fór yfir fund sem hann og hitaveitustjóri áttu með fulltrúa Fjarskiptasjóðs í síðustu viku, þar sem farið var yfir ljósleiðaraverkefnið í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.
Málið er í vinnslu.

4.Hættumat ofanflóða

Málsnúmer 202001109

Rætt um að upplýst verði um þau ofanflóð sem vitað er um að orðið hafa á Fljótsdalshéraði og að upplýsingum um þau verði komið á framfæri við Almannavarnanefnd í tengslum við vinnslu áhættumats og eftir atvikum við ráðherra í samræmi við gildandi lagaákvæði.

5.Tesla hleðslustöð á Egilsstöðum

Málsnúmer 202001007

Bæjarráð leggur til að málið fari til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari skoðunar og afgreiðslu.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Málsnúmer 202001116

Lagt fram til kynningar.
Við útsendingu fundarboðs hafði fallið niður liður nr. 5 á dagskránni og sáu bæjarráðsmenn því ekki meðfylgjandi gögn. Málið nokkuð rætt, en síðan samþykkt að vísa því til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 09:30.