Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

523. fundur 24. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir ýmsa kosti varðandi færanlegt húsnæði sem hægt væri að nýta sem viðbótarhúsnæði, við leikskóla þegar tímabundnar aðstæður kalla á aukarými. Einnig hafa verið skoðaðir möguleikar varðandi leiguhúsnæði, til að leysa málin á komandi skólaári, þar sem leikskólar eru fullsetnir og vöntun á plássum fyrir börn á leikskólaaldri.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með fræðslustjóra og fræðslunefnd.

Ræddir valkostir varðandi geymsluhúsnæði fyrir söfnin í safnahúsinu.
Bæjarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir ýmsa valkosti varðandi geymsluhúsnæði fyrir Minja- og Skjalasafnið.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Björn kynnti fundargerð síðasta fundar nefndarinnar og fór jafnframt yfir stöðu mála varðandi Covid 19, skimanir, sóttvarnir, smit og fleira.

3.Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

Málsnúmer 202008112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.