Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

522. fundur 17. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar var samþykkt að bæta við einu máli á dagskrá sem verður þá liður númer 6.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Einnig sagði Björn Ingimarsson frá vinnu endurskoðenda við að forma framsetningu á ýmsum verkefnum vegna væntanlegrar sameiningar.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Umsókn Borgarfjarðarhrepps um lán til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Málsnúmer 202007011

Lagt fram til kynningar.

4.Fundur með fulltrúum nýstofnaðs sveitarfélags.

Málsnúmer 202008030

Björn fór yfir fundarboð frá Landsneti, þar sem boðað er til fundar 9.9 með fulltrúum frá Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshreppi og Djúpavogshreppi.
Rætt um að bæjarstjóri, auk fulltrúa frá bæjarráði sæki þann fund, ef af honum verður.

5.Hugmynd um starfsemi á Eiðum.

Málsnúmer 202008032

Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Athugasemd vegna nafnakönnunar á nýstofnuðu Sveitarfélagi.

Málsnúmer 202008018

Lagt fram erindi frá Sigurjóni Bjarnasyni, sem hann sendi á sveitarfélögin fjögur.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:15.