Íþrótta- og tómstundanefnd - 58
Málsnúmer 1912010F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og formvarnarmála mætti á fundinn undir þessum lið og upplýsti bæjarráð um ýmislegt varðandi rekstur skíðasvæðisins og samskipti milli sveitarfélaganna og rekstrarfélagsins.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja tilnefningar frá félögum vegna íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd tilnefnir þrjár konur og þrjá karla sem íbúar í sveitarfélaginu geta kosið á milli á heimasíðu Fljótsdalshéraðs frá 23. desember til og með 10. janúar.
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar fagnaði nefndin framtaki þeirra íbúa sem hafa staðið að því að koma í gagnið skautasvelli í miðbæ Egilsstaða. Það er þakkar vert og til fyrirmyndar þegar íbúar taka frumkvæði og standa fyrir samfélagsverkefnum sem nýtast okkur öllum.
Bæjarráð tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og bendir á að veittir eru styrkir tvisvar á ári þar sem hægt er að leita eftir stuðningi við m.a. slík verkefni.