Myndavélaeftirlit

Málsnúmer 201809059

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444. fundur - 22.10.2018

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum og afstöðu lögreglunnar um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Farið yfir eldra erindi um málið og þær upplýsingar sem komið hafa fram um kostnað og framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð þakkar fram komnar upplýsingar frá lögreglunni á Austurlandi hvað varðar hugmyndir um myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu.
Bæjarráð lítur svo á að um löggæsluverkefni sé að ræða, en löggæsla er á hendi ríkisins. Því er sveitarfélagið ekki reiðubúið til að leggja í kostnað vegna verkefna á borð við þetta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.