Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

444. fundur 22. október 2018 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir stöðuna varðandi gerð fjárhagsáætlunar 2019 og hvernig þær áætlanir sem nefndirnar hafa skilað inn stemma við fjárhagsrammann.
Gert er ráð fyrir að heildaráætlunin verði lögð fyrir bæjarráð á fyrsta fundi þess í nóvember og fari síðan til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. nóvember.

3.Fundargerð 864. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201810097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2018 - 2019

Málsnúmer 201809072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að skipa Önnu Alexandersdóttur, Björn Ingimarsson og Steinar Inga Þorsteinsson í samstarfsnefndina.

6.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Lögð fram svör starfshópsins varðandi ýmis mál tengd mögulegum rekstri húsnæðisins að Miðvangi 31.
Rætt um þátttöku í ráðstefnu sem halda á í Ystad í Svíþjóð 28. og 29. nóvember, varðandi þetta norræna samstarf. Fram kom að tveir af fulltrúum í starfshópnum munu sækja ráðstefnuna, en möguleiki væri á að tveir kjörnir fulltrúar færu líka. Ákvörðun þar um verður tekin á næsta bæjarráðsfundi.

7.Dagvistunarrými aldraðra

Málsnúmer 201810099Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirspurn frá flokki fólksins, varðandi dagvistunarrými í sveitarfélaginu og upplýsingar sem teknar voru saman fyrir bæjarráð af því tilefni.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurninni í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar.

8.Myndavélaeftirlit

Málsnúmer 201809059Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum og afstöðu lögreglunnar um málið.

9.Þingsályktunartillaga um fimm ára samgönguáætlun 2019 - 2023

Málsnúmer 201810098Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að gera sameiginlega umsögn um fimm og fimmtán ára samgögnuáætlanir.
Vísað í lið 10.

10.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019 - 2033

Málsnúmer 201810087Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að umsögn sem bæjarstjóri hefur tekið saman að ósk bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga endanlega frá umsögninni í samræmi við umræður á fundinum og fyrirliggjandi drög að umsögn.

11.Frumvarp til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda

Málsnúmer 201810093Vakta málsnúmer

Bæjarráð tekur undir að það geti verið gagnlegt að halda slíkan viðburð til að auka áhuga nýrra kjósenda.
Bæjarráð telur þó að metnaður alþingis ætti að standa til þess að slíkur viðburður næði til nýrra kjósenda um allt land og þá ekki einvörðungu með notkun fjarfundarbúnaðar. Ef af verður telur bæjarráð eðlilegt að staðið verði fyrir slíkum viðburðum í það minnsta í hverjum landshluta og gert verði ráð fyrir styrkjum til þeirra sem sækja þurfa slíka viðburði um langan veg.

Fundi slitið - kl. 11:45.