Frumvarp til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda

Málsnúmer 201810093

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444. fundur - 22.10.2018

Bæjarráð tekur undir að það geti verið gagnlegt að halda slíkan viðburð til að auka áhuga nýrra kjósenda.
Bæjarráð telur þó að metnaður alþingis ætti að standa til þess að slíkur viðburður næði til nýrra kjósenda um allt land og þá ekki einvörðungu með notkun fjarfundarbúnaðar. Ef af verður telur bæjarráð eðlilegt að staðið verði fyrir slíkum viðburðum í það minnsta í hverjum landshluta og gert verði ráð fyrir styrkjum til þeirra sem sækja þurfa slíka viðburði um langan veg.