Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

451. fundur 17. desember 2018 kl. 08:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur og málefni sveitarfélagsins.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 79

Málsnúmer 1812001F

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur til kynningar Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2017, unnin af forstöðumanni safnsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar fyrir greinargóða ársskýrslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur greinargerð forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs um starfsemi miðstöðvarinnar fyrir líðandi ár og helstu áherslur næsta árs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar fyrir ágæta greinargerð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Málið í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og líst vel á verkefnið og samþykkir að það verði jafnframt tekið til umræðu og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í ungmennaráði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. desember 2018, frá framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, ásamt fundargerðum stjórnar frá 4. og 5. desember 2018, þar sem m.a. kemur fram að óskað verði eftir að gróðrarstöðin verði tekin til gjaldþrotaskipta.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og harmar að til þessa hafi þurft að koma.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103

Málsnúmer 1811021F

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Artic Hydro þar sem óskað var eftir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna virkjunaráform í Geitdalsá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna áforma um Geitdalsvirkjun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Breyting á deiliskipulagi Unalækjar. Mál var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 28. nóvember sl. Þar fór skipulags- og byggingarfulltrúi yfir málið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð breytingu á deiliskipulagi Unalækjar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna sparkvallar lögð fram til umræðu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að farið verði í uppbyggingu á upphituðum sparkvelli með lýsingu til að tryggja nýtingu allt árið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Hugmynd um skautasvell er áfram í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Úlfsstaða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð stofnun lóðar og leggur til að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti í samræmi við 13. gr. laga nr.81/2004 jarðalög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá verkefnislýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að verkefnislýsing verði afgreidd í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem nánar er kveðið á um í gr 4.2.4, Kynning lýsingar í Skipulagsreglugerð nr.90/2013, svo sem hér segir:
    "Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar um lýsinguna skal hún kynnt almenningi og send til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar. Kynning fyrir almenningi skal vera með áberandi hætti, svo sem með birtingu auglýsingar um hana í víðlesnu dagblaði, með dreifibréfi eða á íbúafundi sem hefur verið auglýstur eftir því sem efni lýsingar gefur tilefni til. Lýsingin skal vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Í kynningu skal koma fram hvert skila megi ábendingum við efni lýsingarinnar og innan hvaða tímafrests. Skipulagsstofnun skal senda sveitarstjórn ábendingar og athugasemdir um lýsinguna, ef hún telur ástæðu til, innan þriggja vikna frá því henni barst lýsingin. Skipulagsnefnd skal hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem henni berast við vinnslu tillögu að aðalskipulagi en ekki er skylt að svara þeim með formlegum hætti."

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Félagsmálanefnd - 169

Málsnúmer 1810025F

Fundargerðin lögð fram.

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 74

Málsnúmer 1812002F

Um var að ræða sameiginlegan fund ungmennaráðs og bæjarstjórnar sem haldinn var 5. desember sl.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Aron Steinn Halldórsson ræddi almennt um ungmennaráð og þróun þeirra. Breytingar hafa orðið á samþykktum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á síðasta ári, en fulltrúar í ráðinu fá nú greitt fyrir fundasetu og sitja í ráðinu í tvö ár í stað eins. Ungmennaráðsmeðlimir telja breytingarnar auka fagmennsku og efla vinnu ráðsins og telja að ráðið muni eflast enn frekar í framtíðinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar þróun ungmennaráðs undanfarin ár og telur ráðið vera mikilvægan hluta af stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Bókun fundar Almar Aðalsteinsson bar upp erindið og ræddi mikilvægi þess að ungmennaráð eigi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Á fundinum var rætt um kosti þess og galla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs á málefnum sveitarfélagsins og hvetur nefndir Fljótsdalshéraðs til að vísa málum sem við eiga til ungmennaráðs til umsagnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs bar Einar Freyr Guðmundsson upp erindið og velti upp hvort auka þurfi samfellu í skóla- og tómstundastarfi. Bundnar eru vonir við það að með uppbyggingu íþróttamannvirkja myndi aukinn sveigjanleika til að klára tómstundastarf yngri barna og ungmenna fyrr á daginn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar umfjöllun ungmennaráðs og áhuga þess á því að skoða fyrirkomulag annarra sveitarfélaga hvað þetta varðar.
  • Bókun fundar Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, sem er einnig fulltrúi í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, bar upp erindið. Kristbjörg ræddi hvort og hvernig Fljótsdalshérað væri að vinna að Heimsmarkmiðunum. Fundarmenn sammála um mikilvægi þess að vinna markvisst með markmiðin

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð vísar til fyrri bókunnar um málið frá 10.12. þar sem ungmennaráði var m.a. falið að skoða hvernig heimsmarkmið S.Þ. falla að samþykktum sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 75

Málsnúmer 1812005F

Fundargerðin lögð fram:

7.Fundargerð 247. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201812075

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framlagða gjaldskrár HEF fyrir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, eins og hún liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

8.Viðbygging við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201811081

Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkomnu erindi frá Arkitektastofunni OG ehf, og svari sveitarfélagsins við því.

9.Myndavélaeftirlit

Málsnúmer 201809059

Í vinnslu.

10.Húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201804049

Farið yfir minnispunkta frá símafundi fulltrúa sveitarfélaga á Austurlandi og starfsmanna Austurbrúar, þar sem rætt var hvort ætti að láta gera sameiginlega húsnæðisáætlun fyrir Austurland eða mögulega aðgerðaáætlun sem byggði þá á fyrirliggjandi húsnæðisáætlunum allra þessara sveitarfélaga.

Málið er í vinnslu hjá Austurbrú.

11.Tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

Málsnúmer 201812059

Lagt var fram bréf frá Íbúalánasjóði vegna tilraunaverkefnis um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni, þar sem fram kemur að Fljótsdalshérað er ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefnið.

12.Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks

Málsnúmer 201812060

Bæjarráð samþykkir að taka innkaupareglur sveitarfélagsins til endurskoðunar með hliðsjón af erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga.

13.Umsókn um rekstrarleyfi /Hótel Valaskjálf

Málsnúmer 201811076

Fyrir liggur ítrekuð umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV í Valaskjálf. Umsækjandi er 701 Hótels ehf, Þráinn Lárusson.
Einnig er í athugasemd í umsókninni óskað eftir heimild til lengri opnunar fyrir vínveitingar, eða til 04:00 í sérstökum tilfellum.

Bæjarstjórn veitti jákvæða umsögn um hefðbundið rekstrarleyfi fyrir Valaskjálf á fundi sínum 5. des sl. en gaf ekki sérstaka umsögn um lengri opnunartíma.

Bæjarráð vekur athygli á 3. mgr. 24 gr. gildandi lögreglusamþykktar og bendir á að leita þarf heimildar í hvert skipti fyrir lengri opnunartíma en annars gildir.

14.Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Askur Taproom, nýársskemmtun

Málsnúmer 201812042

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Nýársskemmtunar sem haldið verður á Aski Taproom Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum, þann 01.01.2019. Ábyrgðarmaður er Friðrik Bjartur Magnússon. Sótt er um leyfi til að nýársfagnaðurinn standi frá kl. 00:30 til kl. 04:30 þann 1. janúar 2019.

Fyrir liggur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar leggst ekki gegn veitingu leyfisins, en bendir á að þar sem opnunartími er umfram það sem almennt gildir samkvæmt lögreglusamþykkt ber að leita heimildar bæjarstjóra fyrir lengri opnunartíma sbr. 3. málsgr. 24. gr. lögreglusamþykktar.

15.Tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019 - 2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

Málsnúmer 201812040

Umfjöllun frestað.

16.Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi

Málsnúmer 201812069

Umfjöllun frestað.

17.Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Málsnúmer 201812070

Umfjöllun frestað.
Liður nr. 4.1 í fundargerð félagsmálanefndar birtist ekki með hefðbundnum hætti í fundargerð bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálanefndar undir þessum lið.


Bæjarráð Fjarðabyggðar kom til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs kl. 11:00.

Fundi slitið - kl. 11:00.