Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 74

Málsnúmer 1812002F

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451. fundur - 17.12.2018

Um var að ræða sameiginlegan fund ungmennaráðs og bæjarstjórnar sem haldinn var 5. desember sl.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Aron Steinn Halldórsson ræddi almennt um ungmennaráð og þróun þeirra. Breytingar hafa orðið á samþykktum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á síðasta ári, en fulltrúar í ráðinu fá nú greitt fyrir fundasetu og sitja í ráðinu í tvö ár í stað eins. Ungmennaráðsmeðlimir telja breytingarnar auka fagmennsku og efla vinnu ráðsins og telja að ráðið muni eflast enn frekar í framtíðinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar þróun ungmennaráðs undanfarin ár og telur ráðið vera mikilvægan hluta af stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Bókun fundar Almar Aðalsteinsson bar upp erindið og ræddi mikilvægi þess að ungmennaráð eigi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Á fundinum var rætt um kosti þess og galla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs á málefnum sveitarfélagsins og hvetur nefndir Fljótsdalshéraðs til að vísa málum sem við eiga til ungmennaráðs til umsagnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs bar Einar Freyr Guðmundsson upp erindið og velti upp hvort auka þurfi samfellu í skóla- og tómstundastarfi. Bundnar eru vonir við það að með uppbyggingu íþróttamannvirkja myndi aukinn sveigjanleika til að klára tómstundastarf yngri barna og ungmenna fyrr á daginn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð fagnar umfjöllun ungmennaráðs og áhuga þess á því að skoða fyrirkomulag annarra sveitarfélaga hvað þetta varðar.
  • Bókun fundar Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, sem er einnig fulltrúi í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, bar upp erindið. Kristbjörg ræddi hvort og hvernig Fljótsdalshérað væri að vinna að Heimsmarkmiðunum. Fundarmenn sammála um mikilvægi þess að vinna markvisst með markmiðin

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð vísar til fyrri bókunnar um málið frá 10.12. þar sem ungmennaráði var m.a. falið að skoða hvernig heimsmarkmið S.Þ. falla að samþykktum sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.