Aron Steinn Halldórsson ræddi almennt um ungmennaráð og þróun þeirra. Breytingar hafa orðið á samþykktum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á síðasta ári, en fulltrúar í ráðinu fá nú greitt fyrir fundasetu og sitja í ráðinu í tvö ár í stað eins. Ungmennaráðsmeðlimir telja breytingarnar auka fagmennsku og efla vinnu ráðsins og telja að ráðið muni eflast enn frekar í framtíðinni.
Almar Aðalsteinsson bar upp erindið og ræddi mikilvægi þess að ungmennaráð eigi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Rætt um kosti þess og galla. Fundarmenn sammála um að bæði ungmennaráð og aðrar nefndir geti unnið betur að því að ungmennaráð fái að setja sitt mark á umræðuna og þau mál sem berast sveitarfélaginu.
Einar Freyr Guðmundsson bar upp erindið og velti upp hvort auka þurfi samfellu í skóla- og tómstundastarfi. Bundnar vonir við það að með uppbyggingu íþróttamannvirkja myndi aukinn sveigjanleika til að klára tómstundastarf yngri barna og ungmenna fyrr á daginn. Áhugi sýndur á því að skoða fyrirkomulag annarra sveitarfélaga hvað þetta varðar.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, sem er einnig fulltrúi í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, bar upp erindið. Kristbjörg ræddi hvort og hvernig Fljótsdalshérað væri að vinna að Heimsmarkmiðunum. Fundarmenn sammála um mikilvægi þess að vinna markvisst með markmiðin.