Almar Aðalsteinsson bar upp erindið og ræddi mikilvægi þess að ungmennaráð eigi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Rætt um kosti þess og galla. Fundarmenn sammála um að bæði ungmennaráð og aðrar nefndir geti unnið betur að því að ungmennaráð fái að setja sitt mark á umræðuna og þau mál sem berast sveitarfélaginu.