Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

83. fundur 06. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
  • Sveinn Björnsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í byrjun fundar mætti Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, og óskaði nýju ungmennaráði góðs gengis í sínum störfum næstu árin.

1.Ungmennaþing

Málsnúmer 201910031

Í vinnslu.

2.Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2021

Málsnúmer 201910032

Í vinnslu.

3.Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909124

Fyrir liggja upplýsingar frá Guðrúnu Láru Einarsdóttur og Unnari Aðalsteinssyni sem sátu Skólaþing 2019, sem bar yfirskriftina Á réttu róli, fyrir hönd ungmennaráðs.

4.Samstarf ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201909130

Fyrir liggja hugmyndir að samstarfi ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði.

Lagt er til að fulltrúar ungmennaráðs og félagsmiðstöðvarráðs myndi starfshóp sem vinnur að því að gera félagsmiðstöðina Nýung og Vegahúsið ungmennahús að Grænfánamiðstöðvum.

Starfsmanni ráðsins er falið að vinna með hópnum að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs

Málsnúmer 201812007

Fyrir liggur umræða um áheyrnarfulltrúa ungs fólks.

Ungmennaráð samþykkir að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Fyrir liggur umræða um starfsemi Vegahússins ungmennahúss.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs telur nauðsynlegt að vinna að þróun og markmiðum Vegahússins og starfsemi þess.

Ráðið leggur til að fulltrúar ungmennaráðs, fulltrúar NME og starfsmenn Vegahússins hittist og fari yfir stöðuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Flokkun sorps í stofnunum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201910191

Fyrir liggur umræða um sorpflokkun í stofnunum sveitarfélagsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til og leggur á það áherslu að stofnanir Fljótsdalshéraðs séu fyrirmyndir stofnana og fyrirtækja í sveitarfélaginu hvað varðar sorpflokkun og endurvinnslu. Að í öllum stofnunum á vegum sveitarfélagsins sé hugað að því að auðvelt og aðgengilegt sé að flokka sorp á réttan hátt.

Eins leggur ungmennaráð til að leiðbeiningar um rétta sorpflokkun verði gefnar út til allra stofnana og þær gerðar mjög aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201910192

Fyrir liggur umræða um tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að grunnskólar á Fljótsdalshéraði, auk félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss hafi til boða tíðavörur á salernum. Jafnframt verði reynt að velja umhverfisvænasta kostinn í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Nafn á sameinað sveitarfélag

Málsnúmer 201910193

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarfélögin Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður efni til samkeppni á meðal íbúa um nafn á nýtt, sameinað sveitarfélag og nýti til þess vettvang líkt og Betra Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Háskóli á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201910194

Í vinnslu.

11.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins sem samþykktar voru 2018.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að tómstundaframlag sveitarfélagsins verði hækkað töluvert frá því sem nú er og það þróað áfram, til að gera öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu kleift að stunda skipulagðar tómstundir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.