Flokkun sorps í stofnunum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201910191

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 83. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur umræða um sorpflokkun í stofnunum sveitarfélagsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til og leggur á það áherslu að stofnanir Fljótsdalshéraðs séu fyrirmyndir stofnana og fyrirtækja í sveitarfélaginu hvað varðar sorpflokkun og endurvinnslu. Að í öllum stofnunum á vegum sveitarfélagsins sé hugað að því að auðvelt og aðgengilegt sé að flokka sorp á réttan hátt.

Eins leggur ungmennaráð til að leiðbeiningar um rétta sorpflokkun verði gefnar út til allra stofnana og þær gerðar mjög aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.