Aron Steinn Halldórsson ræddi almennt um ungmennaráð og þróun þeirra. Breytingar hafa orðið á samþykktum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á síðasta ári, en fulltrúar í ráðinu fá nú greitt fyrir fundasetu og sitja í ráðinu í tvö ár í stað eins. Ungmennaráðsmeðlimir telja breytingarnar auka fagmennsku og efla vinnu ráðsins og telja að ráðið muni eflast enn frekar í framtíðinni.