Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103

Málsnúmer 1811021F

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451. fundur - 17.12.2018

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Artic Hydro þar sem óskað var eftir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna virkjunaráform í Geitdalsá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna áforma um Geitdalsvirkjun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Breyting á deiliskipulagi Unalækjar. Mál var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 28. nóvember sl. Þar fór skipulags- og byggingarfulltrúi yfir málið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð breytingu á deiliskipulagi Unalækjar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna sparkvallar lögð fram til umræðu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að farið verði í uppbyggingu á upphituðum sparkvelli með lýsingu til að tryggja nýtingu allt árið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Hugmynd um skautasvell er áfram í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Úlfsstaða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð stofnun lóðar og leggur til að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti í samræmi við 13. gr. laga nr.81/2004 jarðalög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá verkefnislýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að verkefnislýsing verði afgreidd í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem nánar er kveðið á um í gr 4.2.4, Kynning lýsingar í Skipulagsreglugerð nr.90/2013, svo sem hér segir:
    "Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar um lýsinguna skal hún kynnt almenningi og send til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar. Kynning fyrir almenningi skal vera með áberandi hætti, svo sem með birtingu auglýsingar um hana í víðlesnu dagblaði, með dreifibréfi eða á íbúafundi sem hefur verið auglýstur eftir því sem efni lýsingar gefur tilefni til. Lýsingin skal vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Í kynningu skal koma fram hvert skila megi ábendingum við efni lýsingarinnar og innan hvaða tímafrests. Skipulagsstofnun skal senda sveitarstjórn ábendingar og athugasemdir um lýsinguna, ef hún telur ástæðu til, innan þriggja vikna frá því henni barst lýsingin. Skipulagsnefnd skal hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem henni berast við vinnslu tillögu að aðalskipulagi en ekki er skylt að svara þeim með formlegum hætti."

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.