Atvinnu- og menningarnefnd - 79
Málsnúmer 1812001F
-
Bókun fundar
Fyrir liggur til kynningar Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2017, unnin af forstöðumanni safnsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar fyrir greinargóða ársskýrslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur greinargerð forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs um starfsemi miðstöðvarinnar fyrir líðandi ár og helstu áherslur næsta árs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar fyrir ágæta greinargerð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Málið í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og líst vel á verkefnið og samþykkir að það verði jafnframt tekið til umræðu og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í ungmennaráði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. desember 2018, frá framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, ásamt fundargerðum stjórnar frá 4. og 5. desember 2018, þar sem m.a. kemur fram að óskað verði eftir að gróðrarstöðin verði tekin til gjaldþrotaskipta.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og harmar að til þessa hafi þurft að koma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.