Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Askur Taproom, nýársskemmtun

Málsnúmer 201812042

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451. fundur - 17.12.2018

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Nýársskemmtunar sem haldið verður á Aski Taproom Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum, þann 01.01.2019. Ábyrgðarmaður er Friðrik Bjartur Magnússon. Sótt er um leyfi til að nýársfagnaðurinn standi frá kl. 00:30 til kl. 04:30 þann 1. janúar 2019.

Fyrir liggur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar leggst ekki gegn veitingu leyfisins, en bendir á að þar sem opnunartími er umfram það sem almennt gildir samkvæmt lögreglusamþykkt ber að leita heimildar bæjarstjóra fyrir lengri opnunartíma sbr. 3. málsgr. 24. gr. lögreglusamþykktar.