Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

416. fundur 19. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri.
Finnur Magnússon hjá RARIK kom til fundar með bæjarrráði kl. 11:00. Fór hann yfir lagningu jarðstrengja og þriggja fasa rafmagns á vegum RARIK um Fljótsdalshérað. Bæði fór hann yfir tafir sem urðu á fyrirhuguðu verkefni í Fellum og bilunum sem urðu þar á loftlínu í vetur. Einnig upplýsti hann um stöðuna á dreifingu á þriggja fasa rafmagni um Fljótsdalshérað.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd fjármálum sveitarfélagsins og uppgjöri síðasta reikningsárs.
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að viðauka 1 vegna yfirfærslu Reiðhallarinnar á Iðavöllum úr B-hlutafyrirtæki yfir í Eignasjóð sveitarfélagsins. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta bæjarráðsfund.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Björn fór yfir undirbúning og fundi um viðbyggingu og fjölgun leikskólaplássa við Hádegishöfða og kynnti stöðuna.
Bæjarráð leggur áherslu á að fræðslunefnd taki málið til endanlegrar afgreiðslu að hálfu nefndarinnar nú fyrir lok febrúar.

3.Fundargerð 235. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201802048

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 236. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201802083

Kynnt drög að ársreikningi HEF fyrir árið 2017, en hann verður tekinn til síðari umræðu í stjórn HEF 21. febrúar nk.
Bæjarráð leggur til að ekki verði greiddur út arður til eigenda vegna hagnaðar ársins 2017 og rekstarafgangur verði færður yfir eigin fé.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að aðalmenn í bjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi HEF, þegar hann verður haldinn, í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um.
Varabæjarfulltrúa verið heimilt að mæta ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.

5.Þörf fyrir þriggja fasa rafmang - Starfshópur

Málsnúmer 201802047

Bæjarráð mælist til að kallað verði eftir upplýsingum um stöðuna í dreifingu þriggja fasa rafmagns um dreifbýli Fljótsdalshéraðs og þær upplýsingar verði síðan teknar saman og undirbúið svar til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

6.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því að verið sé að boða niðurskurð í starfssemi sýslumannsembættisins á Austurlandi, á meðan embættið nær ekki að sinna ásættanlegri þjónustu, til að mynda á skrifstofunni á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Norð-Austur kjördæmis.

7.Ósk um tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses

Málsnúmer 201802072

Bæjarráð bendir á að fulltrúar sveitarstjórnarstigsins eru tilnefndir af SSA, en að öðru leyti kemur sveitarfélagið ekki að tilnenfingu fulltrúa í stjórn Austurbrúar.

8.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

Málsnúmer 201712101

Tekin fyrir erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í Barra um miðjan desember og hefur nú verið vísað til bæjarráðs.

Farið yfir minnisblað fjármálastjóra um málefni svo nefnds gimbrasjóðs sem stofnaður var af hjónunum Gísla og Dagnýju í Skógargerði árið 1953 og var lengi virkur innan sveitarstjórnar Fellahrepps. Núverandi innistæða í sjóðnum er rúmlega 1,2 milljónir króna.
Bæjarráð er tilbúið að skoða allar góðar hugmyndir að ráðstöfun sjóðsins.

Veganúmer.
Rædd ábending um mögulega breytingu á vegnúmerum. Fyrirkomulag vegnúmera verður áfram rætt við Vegagerðina á hefðbundnum samráðsfundum.

Fimleikahús.
Unnið er að framgangi málsins.

Staðan í ljósleiðaramálum.
Sveitarfélagið hefur leitast við að grípa þau tækifæri sem gefast til að dreifa ljósleiðara um sveitarfélagið. Verkum hefur þó seinkað vegna verkstöðu verktaka.

Barramarkaður á næsta ári.
Fram kom erindi um að nýta reiðhöllina á Iðavöllum í þessu sambandi. Einnig voru rædd ýmis mál varðandi Iðavelli, svo sem vatns- og hitaveitu.
Veitumál á Iðavöllum eru í stöðugri skoðun hjá HEF. Bæjarráð er tilbúið að skoða hugmyndir um nýtingu reiðhallarinnar fyrir jólamarkað, ef áhugi er fyrir því að hálfu þeirra sem sjá um markaðinn.

Vatnshæð í Lagarfljóti.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til samráðsnefndar sveitarfélagsins og Landsvirkjunar.

Fyrirspurn um stöðu sameiningarmála.
Þessi málefni hafa m.a. verið til umræðu í samstarfsnefnd sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustunnar og þar hefur verið samþykkt að vísa þeirri tillögu til viðkomandi sveitarstjórna að farið verði í skoðanakönnun um málið meðal íbúa.

9.Bjarkasel 16

Málsnúmer 201802089

Fram lagt erindi frá eigendum hússins Bjarkarseli 16, beiðni um lækkun fasteignagjalda af húseigninni. Vísað er til þess að ekki hafi verið hægt að halda framkvæmdum við húsið áfram vegna vandkvæða sem tengjast skipulagi.

Bæjarráð telur sér ekki heimilt að falla frá innheimtu álagðra fasteignagjalda, sem miðast við gildandi fasteignamat á viðkomandi eign.

10.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Lögð fram drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá.
Bæjarráð samþykkir að undirbúa kynnigarfund í Hjaltalundi fyrir íbúa á svæðinu til að ræða framkomnar hugmyndir að nýtingu vindorku á Út-Héraði. Samþykkt að gefa þeim aðilum sem hafa sýnt áhuga á að koma að málinu kost á að mæta á þann fund til að kynna sínar hugmyndir. Stefnt að því að halda þennan fund í marsmánuði.

11.Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201802096

Bæjarráð vekur athygli bæjarfulltrúa á erindinu.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

12.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039

Lögð fram hugmynd að könnunarblaði, sem sent yrði út til íbúa sveitarfélaganna á starfssvæði félagsþjónustunnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í könnuninni. Framkvæmd verkefnisins vísað til starfsmanna bæjarskrifstofunnar og óskað tillagna að verklagi.

13.Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis)

Málsnúmer 201802054

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

14.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (Brottfall kröfu um ríkisborgararétt

Málsnúmer 201802070

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

15.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir

Málsnúmer 201802084

Bæjarráð fagnar því að tillaga að þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir skuli vera lögð fram.
Jafnframt vísar bæjarráð til fyrri umsagnar bæjarstjórnar um málið frá 21. júní 2017.

Fundi slitið - kl. 11:00.