Þörf fyrir þriggja fasa rafmang - Starfshópur

Málsnúmer 201802047

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416. fundur - 19.02.2018

Bæjarráð mælist til að kallað verði eftir upplýsingum um stöðuna í dreifingu þriggja fasa rafmagns um dreifbýli Fljótsdalshéraðs og þær upplýsingar verði síðan teknar saman og undirbúið svar til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 420. fundur - 12.03.2018

Lagður fram listi yfir fasteignir á Héraði þar sem fram kemur hvar er komið þriggja fasa rafmang og hvar ekki.
Bæjarráð telur það ekki hlutverk sveitarfélagsins að forgangaraða því hvar fyrst eigi að ráðast í lagningu þriggja fasa rafmagns og telur það geti brotið í bága við jafræðisreglu, í 11 gr. stjórnsýslulaga nr. 73/1993, að gera slíkt.
Bæjarráð leggur þó ríka áherslu á að þriggja fasa rafmagn verði sem fyrst lagt sem víðast um sveitarfélagið.