Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 08.09.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Lárusi Bjarnasyni sýslumanni á Seyðisfirði til sveitarstjórna á Austurlandi, dags. 3. september 2014, þar sem boðið er upp á kynningarfundi með bæjarráði eða bæjarstjórn vegna fækkunar og stækkunar sýslumannsembætta.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur þegar fundað með sýslumanni og skrifstofustjóra Sýslumannsins á Seyðisfirði og sent Innanríkisráðherra bréf í framhaldi af þeim fundi. Bæjarráð mun fylgjast áfram með framvindu málsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 22.09.2014

Lagt fram svarbréf innanríkisráðuneytisins, dagsett 8. sept. sl. vegna erindis Fljótsdalshéraðs þar sem m.a. var skorað á ráðuneytið að tryggja eðlilegar fjárveitingar til nýs embættis sýslumanns á Austurlandi.

Bæjarráð þakkar skjót svör, en ítrekar fyrri bókanir um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416. fundur - 19.02.2018

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því að verið sé að boða niðurskurð í starfssemi sýslumannsembættisins á Austurlandi, á meðan embættið nær ekki að sinna ásættanlegri þjónustu, til að mynda á skrifstofunni á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Norð-Austur kjördæmis.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Bæjarráð hefur ítrekað komið á framfæri ábendinum um þjónustu sýslumannsembættisins á Egilsstöðum, bæði við Sýslumann og embættismenn dómsmálaráðuneytisins. Erindið gefur tilefni til að ítreka þær ábendingar og er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.