Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

Málsnúmer 201712101

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Lögð fram þau erindi sem fram voru borin á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til úrvinnslu hjá viðkomandi nefndum og starfsmönnum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416. fundur - 19.02.2018

Tekin fyrir erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í Barra um miðjan desember og hefur nú verið vísað til bæjarráðs.

Farið yfir minnisblað fjármálastjóra um málefni svo nefnds gimbrasjóðs sem stofnaður var af hjónunum Gísla og Dagnýju í Skógargerði árið 1953 og var lengi virkur innan sveitarstjórnar Fellahrepps. Núverandi innistæða í sjóðnum er rúmlega 1,2 milljónir króna.
Bæjarráð er tilbúið að skoða allar góðar hugmyndir að ráðstöfun sjóðsins.

Veganúmer.
Rædd ábending um mögulega breytingu á vegnúmerum. Fyrirkomulag vegnúmera verður áfram rætt við Vegagerðina á hefðbundnum samráðsfundum.

Fimleikahús.
Unnið er að framgangi málsins.

Staðan í ljósleiðaramálum.
Sveitarfélagið hefur leitast við að grípa þau tækifæri sem gefast til að dreifa ljósleiðara um sveitarfélagið. Verkum hefur þó seinkað vegna verkstöðu verktaka.

Barramarkaður á næsta ári.
Fram kom erindi um að nýta reiðhöllina á Iðavöllum í þessu sambandi. Einnig voru rædd ýmis mál varðandi Iðavelli, svo sem vatns- og hitaveitu.
Veitumál á Iðavöllum eru í stöðugri skoðun hjá HEF. Bæjarráð er tilbúið að skoða hugmyndir um nýtingu reiðhallarinnar fyrir jólamarkað, ef áhugi er fyrir því að hálfu þeirra sem sjá um markaðinn.

Vatnshæð í Lagarfljóti.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til samráðsnefndar sveitarfélagsins og Landsvirkjunar.

Fyrirspurn um stöðu sameiningarmála.
Þessi málefni hafa m.a. verið til umræðu í samstarfsnefnd sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustunnar og þar hefur verið samþykkt að vísa þeirri tillögu til viðkomandi sveitarstjórna að farið verði í skoðanakönnun um málið meðal íbúa.