Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

440. fundur 24. september 2018 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

2.Fundargerð 12. fundar stjórnar SSA

Málsnúmer 201809071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2018 - 2019

Málsnúmer 201809072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201706084Vakta málsnúmer

Til fundar mættu aðilar frá byggingarfélagi Hattar, þau Davíð Sigurðarson, Kristdór Gunnarsson, María Kristmundsdóttir, Einar Andrésson, auk Karenar Erlu Erlingsdóttur forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar og Kjartans Róbertssonar umsjónamanns eingasjóðs.

Davíð fór fyrst yfir hvar verkefnið er statt og hvaða verðhugmyndir er verið að vinna með. Síðan var framkvæmdin rædd og spurningum svarað. Fram kom að upp úr miðjum október þarf afstaða bæjarstjórnar til verkefnisins, eins og það lítur út í dag að liggja fyrir. Samþykkt að taka málið til afgreiðslu á næsta bæjarráðsfundi.

5.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201809086Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður í Reykjavík 11. og 12. október.
Bæjarráðsfulltrúar skrá sig sjálfir á ráðsefnuna og velja þau málefni sem þeir vilja fylgjast með síðari dag ráðstefnunnar.

6.Endurmenntunarsjóður

Málsnúmer 201809083Vakta málsnúmer

Fram kom að Sverrir Gestsson hefur beðist lausnar sem fulltrúi í stjórn endurmenntunarsjóðs. Einnig sat Sigrún Blöndal þar sem kjörinn fulltrúi.

Bæjarráð óskar eftir því að Steinar Þorsteinsson og Sigríður Herdís Pálsdóttir taki sæti í stjórn endurmenntunarsjóðs í stað Sverris og Sigrúnar.

7.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Farið yfir erindi sem borist hafa til sveitarfélagsins varðandi mögulega framtíðarnýtingu á húsnæðinu að Miðvangi 31.

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Samgöngutækjasafnsins til að fara yfir hugmyndir þeirra um nýtingu húsnæðis Blómabæjar til sýningaraðstöðu fyrir gamla og uppgerða bíla. Þeir sem mættu voru Heiðar Sölvason, Viðar Benjamínsson, Ingvar Hrólfsson og Unnar Elisson. Fóru þeir yfir hugmyndir sínar og þá möguleika sem þeir sjá í húsnæðinu og lóðinni fyrir sýningaraðstöðu og svöruðu spurningum fundarmanna. Var þeim svo þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Næst mætti fulltrúi Rauðakrossins Málfríður Björnsdótir, til að fara yfir hugmyndir RKÍ um mögulega nýtingu hússins fyrir samtökin. Málfríður sagði að fyrst og fremst væri verið að leita að varanlegu húsnæði fyrir fataflokkun og betri vinnuaðstöðu fyrir sjálfboðaliða sem vinna við móttöku og flokkun fatnaðar og muna. Málfríður svaraði svo spurningum bæjarráðs og veitti frekari upplýsingar. Henni svo þökkuð koman.

Fulltrúar félags skógarbænda og búnaðarsambandsins mættu svo til fundar og fóru yfir sínar hugmyndir að nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31. Þeir sem mættu voru Jóhann Þórhallsson og Jóhann Gísli Jóhannsson.
Fram kom hjá þeim að þeir eru að leita að ódýru húsnæði, bæði sem markaðsaðstöðu fyrir heima unnar afurðir og einnig sem aðstöðu fyrir einhverja vinnslu. Farið var yfir ýmsar hugmyndir sem fram komu og rætt hvernig þær gætu samrýmst. Að loknu góðu spjalli var gestunum þökkuð koman.

Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn um norrænt samstarf um betri bæi komi á næsta fund bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:15.