Samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201706084

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 33. fundur - 16.08.2017

Fyrir liggur undirritaður samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 440. fundur - 24.09.2018

Til fundar mættu aðilar frá byggingarfélagi Hattar, þau Davíð Sigurðarson, Kristdór Gunnarsson, María Kristmundsdóttir, Einar Andrésson, auk Karenar Erlu Erlingsdóttur forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar og Kjartans Róbertssonar umsjónamanns eingasjóðs.

Davíð fór fyrst yfir hvar verkefnið er statt og hvaða verðhugmyndir er verið að vinna með. Síðan var framkvæmdin rædd og spurningum svarað. Fram kom að upp úr miðjum október þarf afstaða bæjarstjórnar til verkefnisins, eins og það lítur út í dag að liggja fyrir. Samþykkt að taka málið til afgreiðslu á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 441. fundur - 01.10.2018

Farið yfir drög að áætlun um kostnað við framkvæmdir og rekstur viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá fyrirvara í samningi sbr. 8. gr. samnings um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að hefja viðræður við fulltrúa Hattar um nánari útfærslu og aðlögun verkáætlunar.