Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

441. fundur 01. október 2018 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkra punkta varðandi rekstur sveitarfélagsins á árinu.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson erindi frá Eðvaldi Jóhannssyni varðandi uppsetningu listaverka. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti stöðu á innkomnum tillögum að fjárhagsáætlunum, en nefndir eru að vinna að sínum áætlunum þessar vikurnar. Komnar eru tillögur frá atvinnu- og menningarnefnd og einnig fyrir málaflokk 21 sameiginlegan kostnað, sem heyrir undir bæjarráð.
Einnig kynnti Stefán Bogi bókun náttúruverndarnefndar varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir nefndina, sem tekin verður fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi.

3.Fundargerð 243. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201809126

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 244. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201809127

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 49. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201809124

Lagt fram til kynningar.

6.Samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201706084

Farið yfir drög að áætlun um kostnað við framkvæmdir og rekstur viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá fyrirvara í samningi sbr. 8. gr. samnings um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að hefja viðræður við fulltrúa Hattar um nánari útfærslu og aðlögun verkáætlunar.

7.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Til fundarins mætti Jón Steinar Mýrdal verkefnastjóri frá Austurbrú og Freyr Ævarsson verkefnisstjóri umhverfismála hjá Fljótsdalshéraði. Fór Jón í fyrstu yfir undirbúning á vegum Austurbrúar að uppsetningu rafhleðslustöðva á Austurlandi. Einnig var farið yfir drög að samningi um uppsetningu og rekstur rafhleðslustöðva og athugasemdir við þau. Síðan svöruðu þeir Jón og Freyr spurningum fundarmanna.
Málið er áfram í vinnslu og stefnt að því að ljúka gerð samnings sem fyrst.

8.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Til fundarins mættu fulltrúar Fljótsdalshéraðs í norrænu samstarfsverkefninu um betri bæi, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson. Farið var yfir þau erindi sem borist hafa til bæjarins varðandi nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31 og fund sem bæjarráð átti með fulltrúum frá þessum aðilum. Einnig upplýstu fulltrúarnir um eitt og annað sem þau hafa verið að skoða hjá hinum norrænu samstarfsaðilunum í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að þróunarverkefninu, með það að markmiði að koma því af stað á næsta ári.
Bæjarráð óskar eftir því við hópinn að þau útfæri nánar tillögu að fyrirkomulagi og rekstri tilraunaverkefnisins. Jafnframt er samþykkt að vísa fjármögnun þess til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

9.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201809121

Bæjaráð samþykkir að Björn Ingimarsson verði fulltúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og fari með umboð og atkvæði þar. Varamaður hans verði Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

10.Fundur með þingmönnum 2018

Málsnúmer 201809123

Farið yfir þau málefni sem fulltrúar sveitarfélagsins hyggjast ræða við þingmenn á boðuðum fundi með þeim. Byggir það meðal annars á samþykktum frá aðalfundi SSA sem haldinn var á Hallormsstað í september sl.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201809125

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Anna Alexandersdóttir.

12.Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda

Málsnúmer 201809128

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.