Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

422. fundur 26. mars 2018 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráð um þau.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 25

Málsnúmer 1803016F

Lagt fram.

4.Fundargerð Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 19.03.2018

Málsnúmer 201803119

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir síðasta samráðsfund og þau mál sem þar voru rædd og eru í vinnslu.

5.Greining Varasjóðs húsnæðismála vegna félagslegra íbúða

Málsnúmer 201803141

Farið yfir greiningu Varasjóðs húsnæðismála. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við efni skýrslunnar.

6.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Bæjarráð tekur mjög jákvætt í erindið og óskar eftir því að atvinnu- og menningarnefnd skoði með hvaða hætti hægt er að veita stuðning til samtakanna.

7.Ísland ljóstengt/ 2018

Málsnúmer 201709008

Lagður fram samningur við Póst- og fjarskiptastofnun vegna ljósleiðaralagna á Héraði 2018.

Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

8.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar-, og byggðamála

Málsnúmer 201803140

Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga/ Bar smiðja ehf.- Austri brugghús

Málsnúmer 201803027

Þar sem umsögn Heilbrigðiseftirlits liggur ekki fyrir fundinum samþykkir bæjarráð að vísa málinu til afgreiðslu til bæjarstjórnar. Umsagnarfrestur er til 18. apríl.
Klukkan 11:00 mættu fulltrúar Vegagerðarinnar þeir Sveinn Sveinsson, Magnús Jóhannsson og Davíð Þór Sigfússon til að fara yfir ýmis mál sem varða samvinnu Vegagerðarinnar og Fljótsdalshéraðs í vega- og umferðarmálum.
Einnig sátu Árni Kristinsson formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Gunnlaugur Rúnar Sigurðarson fundinn.

Fundi slitið - kl. 11:00.