Málsnúmer 1810020FVakta málsnúmer
3.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Steinar Ingi Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Minnihlutinn gerir athugasemdir við það að aðrir möguleikar en hreinsistöð við Melshorn séu ekki kannaðir betur við framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins og eru til að mynda ekki kostnaðargreindir.
Við gerum athugasemd við það að framkvæmdastjóri HEF hafi sent greinargerð til skipulagsstofnunnar áður en að hún hafi komið til umfjöllunar hjá nýrri stjórn HEF.
Þá liggur hvorki fyrir tímasetning né kostnaðarmat á þriðja áfanga framkvæmdarinnar og því heildarkostnaður verkefnisins engan veginn ljós.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir umræður á fundinum og næstu skref sem þar voru rædd. Stefán Bogi Sveinsson, sem kjörinn var varafulltrúi í samstarfsnefnd á fundinum, hefur óskað eftir því að lagt verði fyrir bæjarstjórn að Gunnhildur Ingvarsdóttir verði kjörin í hans stað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að eftirfarandi séu aðal- og varafulltrúar í starfandi samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga.
Björn Ingimarsson og til vara Gunnhildur Ingvarsdóttir
Anna Alexandersdóttir og til vara Gunnar Jónsson
Steinar Ingi Þorsteinsson og til vara Hannes Karl Hilmarsson
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Undir þessum lið var rætt um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31. Áður hefur komið fram að bæjarstjórn hyggst þróa húsnæðið og umhverfi þess í samræmi við tillögur fulltrúa sveitarfélagsins í norrænu samstarfsverkefni um betri bæi 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar þeim fulltrúum félaga- og hagsmunasamtaka sem lýst hafa áhuga á nýtingu húsnæðisins, fyrir sýndan áhuga. Bæjarstjórn telur sig þó ekki geta orðið við nýtingarhugmyndum áhugafólks um samgöngutækjasafn, eða Rauða krossins, þar sem umræddar hugmyndir samþættast ekki framangreindum tillögum sem sveitarfélagið vinnur nú eftir. Sveitarfélagið lýsir þó áhuga á að halda áfram viðræðum við þessa aðila til að leita lausna á húsnæðismálum þeirra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Steinar Ingi Þorsteinsson, ásamt tveimur fulltrúum sveitarfélagsins í verkefninu, sæki næsta samráðsfund verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins, en hann verður haldinn í Ystad í Svíþjóð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fram kemur að boðið er til vinabæjamóts í Eidsvoll í Noregi 16. til 18. maí á næsta ári. Von er á formlegri dagskrá á næstu vikum.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Bæjarráð vísaði til fyrri umsagna sveitarfélagsins um málið.
Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, sem lagði fram bókun f.h. L- listans. Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem lagði fram bókun f.h. B- og D-lista. og Björg Björnsdóttir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina 15. nóvember kl. 17:30.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bókun frá L-listanum
Fulltrúar L-lista beina því til formanns bæjarráðs og formanns stjórnar HEF að boðað verði til fundar með aðkomu bæjarstjóra þar sem skýrt verði hvert verklag eigi að vera við gerð fjárhagsáætlunar HEF. Sömuleiðis verði farið nákvæmlega yfir það hvernig áætlanir B-hluta samstæðunnar hafa áhrif á fjárhagsáætlun samstæðunnar.
Fulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi breyttra forsenda sem fram komu undir lok vinnu við gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar áætlun um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar nýrri verðbólguspá Hagstofu, er niðurstaða fjárhagsáætlunar lakari en lagt var upp með. Þessum breyttu forsendum er í áætlun mætt með heimild til aukinnar lántöku. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar ítreka það sem bókað var við afgreiðslu áætlunarinnar í bæjarráði og gera þann fyrirvara að rétt geti verið að endurskoða áætlunina milli umræðna og jafnframt aftur með hliðsjón af gerð nýrra kjarasamninga á komandi ári. Einnig verði áætlun um nýframkvæmdir stöðugt í endurskoðun. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að sú lántökuheimild sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019 verði ekki nýtt að fullu og að endanleg ákvörðun um lántökur verði tekin haustið 2019.