Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100

Málsnúmer 1810010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 284. fundur - 07.11.2018

Til máls tók: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Nova invest um lóð, Ártún 10 - 16. á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að lóðinni Ártúni 10-16 verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi dagsett 03.09.2018, þar sem Brynjar Már Eðvaldsson sækir um lóðina Klettasel 7, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá þann 12.9. sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að endalóð við Klettasel verði úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi umsókn. Samhliða verði núverandi úthlutun afturkölluð og gerð breyting á deiliskipulagi Selbrekku þar sem tekið er tillit til óska umsækjenda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá byggingaraðila og kaupendum vegna spennistöðvar við Dalsel.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, að höfðu samráði við Vegagerðina og Rarik, þar sem tekið verði tillit til framkominna athugasemda eigenda Dalsels 2.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá eigendum Hótel Eyvindarár ehf. þar sem óskað er eftir því að leigja eða kaupa land í eigu sveitarfélagsins undir fráveitumannvirki.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við eigendur Hótel Eyvindarár ehf. um land til leigu undir fráveitumannvirki. Starfsmönnum umhverfissviðs falið að vinna að gerð samnings þar um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að fara yfir stöðu skipulags í tengslum við deiliskipulagsáform á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að breyting verði gerð á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem lóðir 1-5 í frístundabyggð F53 Eyjólfsstaðaskógur, Skógræktarfélag Austurlands verði skilgreindar í blandaðri landnotkun, annars vegar frístundabyggð og hins vegar þjónustu, sem heimili sölu gistingar á umræddum lóðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum. Mál var áður á dagskrá þann 28. febrúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands og leggur til að hún verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem nær til sama svæðis.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Rarik vegna lagningar rafstrengs frá Selási 8 til Fagradalsbrautar 13 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi.

    Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014 - 2030, tillaga til kynningar á vinnslustigi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .17 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.