Náttúruverndarnefnd

11. fundur 22. október 2018 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar SSA sem fram fór á Hallormsstað 7. og 8. september. Eru það einkum tvær ályktanir fundarins sem snerta verksvið náttúruverndarnefndar:

Umhverfismál
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 ítrekar nauðsyn þess að aðildarsveitarfélögin hugi að sameiginlegum áherslum í umhverfismálum m.a. hvað varðar svæðisáætlun um meðferð úrgangs og friðlýsingu svæða sem til þess eru fallin.
Brýnt er að ríkisvaldið leggi til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða. Samhliða friðlýsingu er mikilvægt að vinna verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir slík svæði svo þau séu í stakk búin til að taka við auknum ferðamannastraumi og ágangi. Þá er skorað á Umhverfisstofnun að tryggja aukna landvörslu á friðlýstum svæðum á Austurlandi.

Þjóðgarðastofnun og málefni Vatnajökulsþjóðgarðs
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram verði unnið að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við þá stefnu sem lagt var upp með í upphafi og að stjórnsýsla þjóðgarðsins verði vistuð á starfssvæði hans. Hugmyndir að nýju fyrirkomulagi varðandi skipulag yfirstjórnar allra þjóðgarða á landsvísu mega ekki tefja þessa uppbyggingu. Jafnframt tekur fundurinn undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um hina nýju Þjóðgarðastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúrverndarnefnd tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög á Austurlandi séu samstíga í áherslum sínum hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Nefndin mun leitast við að upplýsa nágrannasveitarfélög og SSA um áform á þeim sviðum og jafnframt leita til þeirra eftir upplýsingum byggðar á reynslu af sambærilegum verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2018

Málsnúmer 201810130

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 19. október, þar sem svarað er fyrirspurn um komandi ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda. Fram kom að fundurinn verður haldinn 8. nóvember að Flúðum og verður yfirskrift hans Hlutverk náttúruverndarnefnda og sveitarfélaga - friðlýsingarvinnan framundan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd samþykkir að formaður nefndarinnar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

Málsnúmer 201807038

Farið yfir drög að auglýsingu sem nefndin hyggst birta til að minna á gildandi lög og reglur um auglýsingar utan þéttbýlis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að láta birta auglýsinguna á prent- og vefmiðli á Austurlandi sem fyrst. Jafnframt verði auglýsingin birt á heimasíðu sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201806148

Rætt um starfsemi nefndarinnar á komandi ári. Fram kom að gert er ráð fyrir venjubundnum útgjöldum á borð við starfsmann nefndarinnar og útgjöld tengd fundum innan fjárhagsáætlunar sem umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt frá nefndinni. Einnig hefur við frekari vinnslu fjárhagsáætlunar innan bæjarráðs verið gert ráð fyrir fjármunum til að styrkja landvörsluverkefni á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs auk smávægilegrar fjárhæðar til að sinna öðrum verkefnum á verksviði náttúruverndarnefndar.

Gerð og afgreiðslu starfsáætlunar nefndarinnar er vísað til næsta fundar nefndarinnar sem áformaður er 10. desember nk.

Fundi slitið - kl. 17:30.