Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2018

Málsnúmer 201810130

Náttúruverndarnefnd - 11. fundur - 22.10.2018

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 19. október, þar sem svarað er fyrirspurn um komandi ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda. Fram kom að fundurinn verður haldinn 8. nóvember að Flúðum og verður yfirskrift hans Hlutverk náttúruverndarnefnda og sveitarfélaga - friðlýsingarvinnan framundan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd samþykkir að formaður nefndarinnar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 12. fundur - 25.02.2019

Til kynningar er ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sem haldinn var á Flúðum 8. nóvember 2018 og formaður náttúruverndarnefndar sótti.

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir fundinum sem og Umhverfisþingi sem fram fór daginn eftir og formaður sótti einnig.

Gögn af báðum fundum eru aðgengileg á netinu.

Lagt fram til kynningar.