Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

462. fundur 11. mars 2019 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Stefán Bogi Sveinsson var í símasambandi við fundarmenn og tók þannig þátt í fundinum.
Í upphafi fundar var samþykkt að Gunnar Jónsson stjórnaði fundi í fjarveru formanns og varaformanns.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Ekkert sérstakt mál var tekið fyrir undir þessum lið.

2.Fundargerð 252. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201903017

Farið yfir fundargerðina og nokkra liði sem þar voru ræddir.

Fundargerðin lögð fram að öðru leyti.

3.Skipan starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Farið yfir mögulega skipan hópsins.
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn:
Karl Lauritzson, Björgu Björnsdóttur, Gunnhildi Ingvarsdóttur og Hannes K. Hilmarsson. Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri verði starfsmaður hópsins og kalli hann saman. Starfshópurinn mun svo kalla til þá starfsmenn sem að málinu koma.

4.Helgafell 4, forkaupsréttur

Málsnúmer 201903027

Fyrir liggur erindi vegna gamals forkaupsréttar Fellahrepps í lóðaleigusamningi á húsinu Helgafelli 4.
Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað nýti ekki forkaupsréttinn að þessu sinni.

5.Götulýsing Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201903033

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að funda með Rarik um mögulega framkvæmd málsins.

6.Beiðni um afstöðu til misræmis milli fasteignaskrár og húsaskrár í þjóðskrá

Málsnúmer 201902125

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

7.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169

Bæjarráð beinir þeirri hugmynd til ungmennaráðs að aðalskipulagið verði skoðað með hliðsjón af 11. heimsmarkmiði S.Þ. sem fjallar um sjálfbærar borgir og samfélög.

8.Byggðaáætlun C.9 Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 201903034

Bæjarráð óskar eftir því við SSA að sótt verði um styrk vegna verkefnis sem tekur til Út-Héraðs og byggir m.a. á fyrri vinnu sveitarfélagsins í tengslum við Hjaltalund og nærliggjandi svæði og hugmyndum um Dyrfjallajarðvang.

9.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201811075

Bæjarstjóri fór yfir drög að svari til foreldrafélags leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Nokkrar orðalagsbreytingar voru gerðar á drögunum og mun bæjarstjóri lagfæra skjalið og senda aftur til fundarmanna til staðfestingar.

10.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að koma á framfæri við Artic Hydro sjónarmiðum sveitarfélagsins um skiptingu leigutekna milli ríkis og sveitarfélags sem landeigenda.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - 542. mál

Málsnúmer 201902142

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - 86. mál

Málsnúmer 201903026

Frestað til næsta fundar.
Í lok fundar mættu fulltrúar frá Landsneti til að fara yfir stöðuna varðandi framkvæmd við Kröflulínu 3. Einnig mætti Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar á þann hluta fundarins.

Fundi slitið - kl. 10:45.