Björn fór yfir fund sem hann, skipulags- og byggingafulltrúi og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar áttu með fulltrúum frá RARIK, þar sem fjallað var um mögulega yfirtöku sveitarfélagsins á umsjón og viðhaldi með ljósastaurum og götulýsingu í þéttbýli. Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki yfir rekstur og viðhald á götulýsingu þar sem sveitarfélagið er veghaldari. Bæjarstjóra veitt heimild til að gera samninga varðandi málið.