Lögð fram ályktun frá stjórnarfundi Náttúrusamtaka Austurlands 6. feb. þar sem beint er þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að við endurskoðun aðalskipulags verði hugað að eflingu náttúruverndar á Úthéraði. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd.
Ályktun frá stjórnarfundi NAUST sem bæjarráð vísaði til náttúruverndar- og umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Náttúruverndarnefnd tekur undir að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Beinir stjórn NAUST þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að vinna ötullega að þessu máli í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er fyrirhuguð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir bókun náttúruverndarnefndar að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd.