Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

458. fundur 18. febrúar 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðu þeirra.

2.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201902058

Fyrir liggur bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem kjörnefnd sjóðsins óskar eftir að tilnefningar og/eða framboð til stjórnarsetu í sjóðnum berist í síðasta lagi á hádegi þann 4. mars 2019.
Óskað er eftir að sveitarstjórnarmönnum verði kynnt innihald bréfsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma erindinu á framfæri við kjörna fulltrúa.

3.Ályktun vegna Úthéraðs - frá stjórnarfundi NAUST

Málsnúmer 201902072

Lögð fram ályktun frá stjórnarfundi Náttúrusamtaka Austurlands 6. feb. þar sem beint er þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að við endurskoðun aðalskipulags verði hugað að eflingu náttúruverndar á Úthéraði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd.

4.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)

Málsnúmer 201902002

Töluverð umræða hefur orðið um málið á síðustu tveimur fundum bæjarráðs og er niðurstaðan sú að um málið eru skiptar skoðanir.
Mun því bæjarráð ekki veita umsögn um málið en hvetur til opinnar umræðu um það, enda hníga gild rök að báðum niðurstöðum.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra)

Málsnúmer 201902050

Að fengnu áliti verkefnastjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar er það niðurstaða bæjarráðs að veita ekki umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 09:30.