Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Mýravegar af vegaskrá

Málsnúmer 201811098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102. fundur - 28.11.2018

Tilkynning frá Vegagerðinni um áform um niðurfellingu vegar nr. 9396-01 Mýravegur af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mótmælir niðurfellingu Mýravegar af vegaskrá þó föst búseta sé ekki þar um stundarsakir. Um er að ræða bújörð í fullum rekstri og húsakostur nýttur í þeim búrekstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.