Umhverfis- og framkvæmdanefnd

101. fundur 14. nóvember 2018 kl. 17:00 - 21:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka eitt má til viðbótar, breyting á deiliskipulagi Unalækjar og verður það nr. 20

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fyrirspurn vegna skipulags á lóðum - TRÚNAÐARMÁL

Málsnúmer 201811048

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

2.Breyting á deiliskipulagi Unalækjar

Málsnúmer 201702029

Breyting á deiliskipulagi Unalækjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 163

Málsnúmer 1809021F

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
  • 3.1 201811041 Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íþróttahús.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

Málsnúmer 201801084

Ósk um umsögn Fljótsdalshéraðs um hvort og á hvað forsendum ný skólphreinsistöð fyrir Egilsstaði og Fellabæ skuli háð mati á umhverfisáfhrifum með teknu tilliti til 2. viðauka í 6. gr. laga nr. 106/2000.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela formanni og starfsmanni nefndarinnar, í samstarfi við forseta bæjarstjórnar, að móta tillögu að umsögn, í samræmi við fyrirliggjandi erindi Skipulagsstofnunar, sem tekin verði til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar. Í ljósi þess að næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn 21. nóvember er starfsmanni nefndarinnar falið að óska eftir því við Skipulagsstofnun að frestur til að skila inn umsögn verði framlengdur um viku.

Samþykkt með 3 atkvæðum. 2 sátu hjá. (AÁ og KS)

Fulltrúar L og M lista benda á bókun frá því 93. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 27.6.2018 varðandi þetta mál.


5.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Mál í vinnslu.

6.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050

Fyrir hönd landeigenda óskum við eftir heimild að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags að Tunguási í Jökulsárhlíð. Í gildi er deiliskipulag sem samþykkt var árið 2005 og verður það þá fellt út gildi.

Deiliskipulagið verður í fullu samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrri frístundabyggð(F54) og verslunar- og þjónustusvæði(V13). Deiliskipulagið verður unnið á grunni landskiptingar sem unnin var af Steinsholti árið 2013. Afmörkun landspilda í gildandi deiliskipulagi og landskiptum falla ekki saman.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.

7.Breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar

Málsnúmer 201810165

Lögð er fram lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

8.Umsókn um leyfi til hænsnahalds

Málsnúmer 201811036

Umsókn um leyfi fyrir hænsnahaldi að Heimatúni 4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa leyfi fyrir hænsnahaldi í samræmi við samþykkt Fljótsdalshéraðs um hænsnahald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Göngustígur frá Litluskógum og að Laufskógum eða Dynskógum

Málsnúmer 201811001

Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir að göngustígur milli Vilhjálmsvallar og Litluskóga verði lagfærður.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið, nefndin leggur til að greinar út á stíginn verði klipptar og trjákurl borið í hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skólahreystibraut í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201811002

Erindi frá Betra Fljótsdalshéraði með ósk um skólahreystibraut.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna um vöntun á hreystibraut. Hluti af deiliskipulagsvinnu í Selskógi gerir ráð fyrir uppsetningu hreystitækja þar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundargerð 144. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201810157

Fundargerð 144. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Lagt fram til kynningar

12.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs

Málsnúmer 201811052

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2019.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði verði samþykkt. Gjaldskráin verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Fyrir liggur samningur við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði. Erindið var áður á dagskrá 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Lagt fram til kynningar.

14.Fyrirspurn varðandi liði í umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201811042

Fyrir fundi liggur fyrirspurn um framkvæmd á umferðaöryggisáætlun.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hefur borist erindi um að snyrta þurfi trjágróður á gatnamótum Gilsárteigs og Borgarfjarðarvegar og öryggi á brú sé ábótavant á milli Gilsárteigs og Brennistaða.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd þakkar erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að benda Vegagerðinni á að klippa þurfi trjágróður við þessi gatnamót. Jafnframt að kanna hvort brú sé ekki á forsvari Vegagerðar, ef brú er ekki á forsvari Vegagerðar verði sótt um styrk fyrir viðhaldi í styrkvegasjóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Friðlýsing / Norðurland - vatnasvið Jökulsár á Fjöllum: 12 Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun

Málsnúmer 201810143

Til umræðu eru áform Umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum: svæði 12 Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að friðlýsingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Viðhald kirkjugarða

Málsnúmer 201703178

Ósk um styrk vegna framkvæmdakostnaðar við kirkjugarðinn á Eiðum.

Með vísan til V. kafla viðmiðunarreglna Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að greiða efniskostnað, allt að kr. 500.000, við gerð gangstígs í kirkjugarði við Eiðakirkju. Vegna sérstakra aðstæðna, með tilliti til menningarminja í jörð á verkstað, samþykkir nefndin það efnisval og gerð á stígnum sem sóknarnefnd Eiðasóknar hefur ákveðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fyrirspurn til umhverfis- og framkvæmdanefndar, ástand gatna á Eiðum

Málsnúmer 201811051

Erindi frá Þórhalli Pálssyni þar sem bent er á ástand gatnanna Eiðavalla og Vallnaholts á Eiðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefndar þakkar ábendinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja áðurnefndar götur á lista yfir viðhald gatna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdarnefnd liggur styrkumsókn í húsfriðunarsjóð til undirbúnings á tillögu að verndarsvæði í byggð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda inn umsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Niðurfelling Unaósvegar af vegaskrá

Málsnúmer 201810164

Lögð er fram tilkynning um áform um niðurfellingu Unaósvegar af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mótmælir niðurfellingu vegarins af vegskrá með vísan til þess að um er að ræða bújörð sem er tilbúin til rekstrar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018

Málsnúmer 201810013

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlists Austurlands 2018

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:30.