Fyrirspurn varðandi liði í umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201811042

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101. fundur - 14.11.2018

Fyrir fundi liggur fyrirspurn um framkvæmd á umferðaöryggisáætlun.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hefur borist erindi um að snyrta þurfi trjágróður á gatnamótum Gilsárteigs og Borgarfjarðarvegar og öryggi á brú sé ábótavant á milli Gilsárteigs og Brennistaða.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd þakkar erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að benda Vegagerðinni á að klippa þurfi trjágróður við þessi gatnamót. Jafnframt að kanna hvort brú sé ekki á forsvari Vegagerðar, ef brú er ekki á forsvari Vegagerðar verði sótt um styrk fyrir viðhaldi í styrkvegasjóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.